https://magga.typepad.com > Karlakórinn Hreimur: Kórferð

Introduction

Myndir úr karlakórsferð Hreims, 29. mars - 8. apríl 2007.

Flogið var til Frankfurt í Þýskalandi og þaðan ekið til Ítalíu með viðkomu í Gaimersheim (Ingolstadt), Kurtinig (Cortina sulla strada del vino), Flórens, Verona og Nürnberg. Skoðunarferð var farin til Feneyja.

Sungið var í Pieve di Bono þar sem heimsóttur var ítalski karlakórinn Coro Azzurro og Palazzolo (rétt fyrir utan Flórens).

Ferðin var skipulögð af Ferðaþjónustu bænda. Fararstjórar voru Margrét Gunnarsdóttir og Aldís Schram og bílstjórar Manfred og Benni frá Aschenbrenner.

Myndin hér að ofan er tekin á Markúsartorginu í Feneyjum, en þar tók kórinn nokkur lög við góðar undirtektir áhorfenda frá ýmsum löndum sem staddir voru á torginu.